Færsluflokkur: Bloggar
15.11.2010 | 19:04
Netfundur kl. 20 í kvöld: Fjórða valdið, ríkisfjölmiðlarnir og lýðræðið
Mánudagur 15 Nóvember kl. 20:00 - Hér er linkur á netfundinn.
Á morgun mun yfirlýsing frá stórum hóp frambjóðanda til Stjórnlagaþings verða afhent til RÚV. Flestum finnst RÚV vera að bregðast Stjórnlagaþingi og hneikslaðir á tilboði frá auglýsingadeild RÚV sem þeim finnst smekklaust peningaplokk.
Fleiri hundruð nýliðar í stjórnmálum á Íslandi eru nú að kynnast vinnubrögðum sem Ástþór Magnússon og Lýðræðishreyfingin hafa vakið athygli á undanfarin ár, m.a. með kærum til kosningaeftirlits Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Útvarpsréttarnefndar, Lögreglustjóra, Menntamála- og Dómsmálaráðuneytis.
Mótmæli Lýðræðishreyfingarinnar byggjast á að forsenda fyrir persónukjöri og beinu lýðræði er uppstokkun í laga um aðkoma fjölmiðla í aðdraganda kosninga til að tryggja óhlutdræga umfjöllun og lýðræðislegar kosningar.
Við ræðum þetta á netfundinum í kvöld. Hér að neðan er linkur til að fara á fundinn. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan pláss er á netþjóni borgarafundar.is.
Bendum ykkur einnig á að kíkja á tvö myndbönd á YouTube:
1. Umræður að loknum Alþingiskosningum 2009. Ástþór fer í gegnum samantekt á reynslu Lýðræðishreyfingarinnar af umfjöllun RÚV í aðdraganda kosninganna.
2. Sjónvarpsauglýsing send RÚV til birtingar í síðustu viku sem svar við auglýsingatilboði til frambjóðenda. RÚV neitaði að birta auglýsinguna og vísaði í grein 4 í reglum sínum, en hefur síðan ekki svarað ítrekaðri beiðni um nánari lýsingu á hvernig þeim finnst auglýsingin skarast á við þessa grein. Semsagt pólitísk auglýsing var ritskoðuð af RÚV. Ekki virðist meiga segja sannleikann um RÚV!
Smellið hér til að sækja netfundinn
Þurfir þú á aðstoð að halda má hringja í síma 4962000
Video 1:
Video 2:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)