Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Netfundur kl. 20 í kvöld: Fjórða valdið, ríkisfjölmiðlarnir og lýðræðið

Mánudagur 15 Nóvember kl. 20:00 - Hér er linkur á netfundinn.

Á morgun mun yfirlýsing frá stórum hóp frambjóðanda til Stjórnlagaþings verða afhent til RÚV. Flestum finnst RÚV vera að bregðast Stjórnlagaþingi og hneikslaðir á tilboði frá auglýsingadeild RÚV sem þeim finnst smekklaust peningaplokk.

Fleiri hundruð nýliðar í stjórnmálum á Íslandi eru nú að kynnast vinnubrögðum sem Ástþór Magnússon og Lýðræðishreyfingin hafa vakið athygli á undanfarin ár, m.a. með kærum til kosningaeftirlits Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Útvarpsréttarnefndar, Lögreglustjóra, Menntamála- og Dómsmálaráðuneytis.

Mótmæli Lýðræðishreyfingarinnar byggjast á að forsenda fyrir persónukjöri og beinu lýðræði er uppstokkun í laga um aðkoma fjölmiðla í aðdraganda kosninga til að tryggja óhlutdræga umfjöllun og lýðræðislegar kosningar.

Við ræðum þetta á netfundinum í kvöld. Hér að neðan er linkur til að fara á fundinn. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan pláss er á netþjóni borgarafundar.is.

Bendum ykkur einnig á að kíkja á tvö myndbönd á YouTube:

1. Umræður að loknum Alþingiskosningum 2009. Ástþór fer í gegnum samantekt á reynslu Lýðræðishreyfingarinnar af umfjöllun RÚV í aðdraganda kosninganna. 

2. Sjónvarpsauglýsing send RÚV til birtingar í síðustu viku sem svar við auglýsingatilboði til frambjóðenda. RÚV neitaði að birta auglýsinguna og vísaði í grein 4 í reglum sínum, en hefur síðan ekki svarað ítrekaðri beiðni um nánari lýsingu á hvernig þeim finnst auglýsingin skarast á við þessa grein. Semsagt pólitísk auglýsing var ritskoðuð af RÚV. Ekki virðist meiga segja sannleikann um RÚV!

Smellið hér til að sækja netfundinn
Þurfir þú á aðstoð að halda má hringja í síma 4962000

Video 1:

Video 2:


Fundur mánudag kl. 20:00

Vinsamlegast komið til baka á www.borgarafundur.is mánudag kl. 20:00.

Borgarafundur hér á netinu um hlutverk ríkisfjölmiðla í lýðræðis þjóðfélagi og tilboð RÚV til Stjórnlagaþings frambjóðenda.

Ágæti frambjóðandi,
 
Nú styttist í kosningar og eru sumir frambjóðendur strax byrjaðir að kynna sér möguleika í auglýsingum.
Við á RÚV höfum fengið fyrirspurnir varðandi auglýsingaverð og ákváðum við að senda á alla frambjóðendur hvað við bjóðum.
 
Við höfum ákveðin afsláttakjör sem gengur jafnt yfir alla frambjóðendur. Þetta er svo kallaðu kosninga afsláttur.
Þessi 25% kosninga afsláttur gengur til allra frambjóðenda Stjórnlagaþings og gengur sá afsláttur bæði í útvarp og sjónvarp.
 
Við bjóðum uppá ansi sterkar auglýsinga leiðir – í kringum umræðu þætti, fréttir og annað efni sem virkir kjósendur horfa og hlusta á.
Allir frambjóðendur ganga að sama borði hér á RÚV.
 
Sem dæmi er skjáauglýsing í kringum Silfur Egils að kosta 11.940,- (án vsk)
Svo eru samlesnar auglýsingar í útvarpi einnig mjög sterkar – þær birtingar eru í kringum frétta tíma útvarpsins.
 
Fyrir þá frambjóðendur sem er alvara með að komast inn, þá munu auglýsingar án efa spila stórt hlutverk í vali í þessum kosningum.
Það eru margir frambjóðendur og hver og einn má kjósa um 25 einstaklinga – það er pláss fyrir nokkra á hverjum kjörseðli og því um að gera að vera ofarlega í huga kjósandans.
 
Ef ég get hjálpað ykkur að setja upp auglýsingaplan endilega verið í sambandi.
 
Virðingarfyllst,
Ríkisútvarpið AuglýsingadeildGunnar Ingi HanssonBeinn sími: 515-3263

Sími : 515-3263Fax : 515-3255   GSM : 822-2434 Netfang: gih@ruv.iswww.ruv.is 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband